Heimsreisublogg

Arnar Freyr, Ásgeir Vísir, Jón Ásgeir, Sonja Sófus, Sturla Brynjólfs, Viktor Hrafn

Um ferðalagið desember 29, 2008

Frá 15. Janúar fram í 9. Maí árið 2009 verða 6 Íslendingar á ferðalagi um jörðina gömlu og góðu.

Þessir Íslendingar heita:

Arnar Freyr Magnússon

Ásgeir Vísir Jóhannsson

Jón Ásgeir Jónsson

Sonja Sófusdóttir

Sturla Brynjólfsson

Viktor Hrafn Hólmgeirsson

Það sem við eigum einna helst sameiginlegt er við útskrifuðumst öll árið 2008 frá Versló. Við þekktumst ekkert áður en við byrjuðum í skólanum. Við erum öll fædd 1988 og erum öll gyðingar*.

 

Ferðalaginu er heitið á eftirfarandi staði, í réttri röð.

 

Keflavík – London – Los Angeles – San Francisco – Los Angeles – Fiji Eyjar – Nýja Sjáland – Ástralía – Singapore – frá Singapore erum við með frjálsan tíma í nokkrar vikur, stefnan er tekin á Kambódíu – laos – malasíu – víetnam og Hong Kong og Thailand – london – Keflavík. Hugmyndin var að taka videoblog af öllu en vegna fjárlagaskorts fær það að bíða til næstu ferðar.

:::Flugáætlun:::
Athugið að öll flug eru skráð á staðartíma svo GMT er yfirleitt ekki það sama.
Flogið er frá London(heathrow) klukkan 12:00 þann 16. jan.
og lent í Los Angeles klukkan 15:05 þann 16. jan. (flugið er 11 tímar og 5 mínútur) þremur tímum síðar eigum við pantað flug til San Francisco og þar gistum við í 3 daga á Radisson SAS
Flogið er frá Los Angeles 19. jan til þess að geta flogið þaðan til Nadi í Fijieyjum. Áætluð brottför er 22:30 og áætluð lending í Nadi er 05:15 þann 

21. Janúar. (Hér missum við af 20. janúar, flugið er 10 klukkutímar og 45 mínútur)
Frá Nadi er flogið yfir til Auckland í Nýja Sjálandi. Áætluð brottför er 14:00 og lending 18:05 þann 26. jan. (Ferðin er 3 tímar og 5 mínútur)

Frá Auckland þann 15. feb er farið klukkan 16:15 til Melbourne í Ástralíu, áætluð lending er 18:20(flugið er 4 tímar og 5 mínútur)
Flogið er frá Cairns í Ástralíu til Singapúr.  Flogið er 12:45 og lending 18:30 þann 10mars. (Flugið er 7 tímar og 45 mínútur)
Flogið er frá BangkokThailandi til Hong Kong. Áætluð brottför er 08:35 og lending 12:30 þann 3. maí. (Flugið er 2 tímar og 55 mínútur)
Flogið er frá Hong Kong til London þann 8. maí. Áætluð brottför er 23:40 og lending er 05:35 (Flugið er 12 tímar og 55 mínútur)


 

9 Responses to “Um ferðalagið”

  1. Einar Ásgeirsson Says:

    ja

  2. Arnar Freyr Says:

    Mjög fallegt viðmót á svona wordpress síðum.

  3. Steinar Says:

    Öfund. Ég kem með næst.

  4. Elísabet Says:

    Vá hvað þetta verður örugglega svakalega gaman hjá ykkur.
    Eitthvað sem gleymist aldrei 🙂
    Hlakka til að heyra ferðasögu þegar þið komið heim.

  5. Arnar Freyr Says:

    Steinar þú kemur bara með mér í Síberíuhraðlestina svokölluðu. Lestarferð frá St. Pétursborg í Rússlandi og endar í Peking, Kína. A.K.A the Vodkatrain. Verður rosalegt.

  6. Binni Says:

    Það er ekkert ANNAÐ!!
    Mig langar samt ekkert mikið með, ég er að fara að læra um ýmislegt skemmtilegt á meðan… **ælukallinn á msn**

  7. Jökull Says:

    Helvítis fokking fokk hvað ég mundi þrá að fara í einhverja svona ferð !
    Djöfull verður samt gaman hjá ykkur !
    Blendtrain soundar…. spes.

  8. Maria Says:

    Það er bara ekkert annað! Vá hvað mig langar með..
    Þið eigið eftir að skemmta ykkur svo vel..hlakkar til að lesa bloggið og heyra svo ferðasöguna. Og muna að taka nóg af myndum

  9. Teitur Says:

    Gott að þið séuð komin heim


Færðu inn athugasemd