Heimsreisublogg

Arnar Freyr, Ásgeir Vísir, Jón Ásgeir, Sonja Sófus, Sturla Brynjólfs, Viktor Hrafn

Kreppa á Íslandi? apríl 7, 2009

Filed under: Uncategorized — pstuto @ 11:36 f.h.

Sælir nú, Vísir hér.

Ég vil biðja þig, kæri lesandi, um að lesa eftirfarandi ræmu og leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala.

 

Ímyndaðu þér að þú sitjir i kofa, ekki þessum týpíska íslenska sumarbústað. Ímyndaðu þér að þú sitjir í kofa, byggðum úr bambus… Gólfið er einn meter frá jörðinni sem er bara mold og laufblöð. Það eru þrír veggir á bambuskofanum þínum og gólfid er gert úr þunnum bambusstönglum og ofaná því er mjúkt þykkt rautt teppi. Í kofanum er lágt borð með bjór, kokteilum og ferskum ávöxtum og púðum til að liggja á. Útsýnið er yfir Mekong fljótið, sem líður hægt framhjá. Nokkrir veiðimenn fljóta hjá með afla dagsins. Dagurinn er brátt á enda og sólin við það að setjast bakvið gríðarstórt fjallið hinum megin við fljótið. Til þín kemur maður og réttir þér reikning fyrir matnum.

65.000.- !!!

Þetta er það sem við erum að upplifa í Laos. Ekki það að við höfum haft það svo náðugt að slaka á í Bambuskofa með útsýni yfir Mekong=)

 Hinsvegar erum vid að upplifa upphæðirnar. Fyrsta máltíðin okkar kostaði samtals 250.000 Kip. Sem er um 3.750 isk. En málið er að Laos er með temmilega aumann gjaldmiðil. Eitt kip(Laospeningur) kostar okkur um 0.0147 kronur.  Hinsvegar þegar komið verður til Vietnam, að þá mun hver máltíð kosta um 300.000 Dong. Sem er ennþá verra…

En til þess að auka marktækt fréttamagn þessa bloggs ætla ég að láta ykkur, kæru og diggu lesendur, vita hvar við erum stödd í heiminum.

Heimsálfa: Asía (Suðaustur)

Land: Laos

Bær: Vang Vieng

Við komum til Vang Vieng, lítill bær í Laos fyrir nokkrum klukkutímum.

Við þurftum að vakna klukkan 7. Við höfðum pantað miða í rútu klukkan 8 og átti Tuk Tuk bílstjóri að koma og sækja okkur klukkan 7:20. Þegar klukkan var orðin 7:40 og engan bílstjóra að sjá var okkur hætt að lítast á blikuna. Við ákváðum að finna annan bílstjóra til að skutla okkur uppá rútustöð. Okkur var bent á, deginum áður, að ferðin þangað tæki 20 mínútur. Í nokkru stressi komumst við uppá rútustöð og náðum rútunni. Gamanið var rétt að hefjast með þessu morgunveseni, en við tók 7 tíma rútuferð upp og niður fjöll á vægast sagt hættulegum og lélegum vegum sem sikk-sökkuðu á klettasillum. Á tímabili var mér hætt að lýtast á blikuna á 50 km hraða, að mæta flutningabíl, með 400-600 metra djúpann dal fyrir neðan á einbreiðri götu(á íslenskan skala). Nota bene, hallinn inní dalinn var líklega um 75° sem er svona / mikið. 

 

Þetta er ekki í Laos en hæðin er eflaust svipuð á stundum.

 

En heil á húfi, sveitt, þreytt og mjög svöng(Borðuðum 2 dvergabanana í morgunmat) komumst við til Vang Vieng. Þá tók við annar Tuk Tuk sem keyrði okkur inní miðju bæjarins (sem er raunar bara ein gata). Og hófum við leit að almennilegu hosteli. Gleði gleði tók völd þegar bakpokarnir voru komnir inní herbergi og við gátum fengið okkur að borða. Ég, Sturla og Sósan(Sonja, fyrir þá sem ekki vita) fórum á veitingastað sem virkar þannig að þú liggur með lítið borð við hlið þér og horfir á Simpsons á meðan þú bíður eftir matnum þínum. Þegar maturinn er kominn þá heldur þú áfram að liggja og horfa á simpsons… Hugsanlega er þetta til þess að fólki finnist það vera heima hjá sér… Ég veit það ekki… Það eru allavega ekki flugur að reyna að setjast á mann heima á íslandi, 200 í einu. Maturinn minn og Sósu endaði á að vera brauð(pizzubotn) með einhverskonar ostaleðju og fleiru jukki ofaná. Sérlega ógeðslegur matur. Sturla fékk hinsvegar ætt Spaghetti Carbonara.

Reikningur uppá 123.000 kall og eftirrétturinn, eflaust slæmur magaverkur í nótt.

 

Arnar ákvað að fara í 40 kílómetra fjallahjólreiðatúr og hann vill eflaust segja meira frá því sjálfur… Hann tekur sömu rútu klukkan 7 í kvöld og kemur um 2 leytið í nótt.

 

Kær kveðja að sinni…

F.h Fyrirtækisins Bjarmalandsfarar,

Ásgeir Vísir,

útrásarvíkingur.

 

ps. Á morgun förum við í uppblásna dekkjaslöngu niður á í 3 tíma. Það verður ljúft.

 

pps. Fyrir þá sem eru í prófum…

 

1 Responses to “Kreppa á Íslandi?”

  1. Margrét Says:


    Það er ótrúlega gaman að lesa bloggið. Ég fer alltaf öðru hvoru inn á og heyrist mér þetta bara verða meira spennandi með hverju landinu. Ég gæti virkilega hugsað mér svona reisu sjálf þrátt fyrir lýsingar á slöngublóði og misjafnri klósettaðstöðu.
    kveðja Magga frænka


Færðu inn athugasemd